1. grein.

Heiti félagsins er París (kt. 650403-3630), félag þeirra sem eru einar/einir.

2. grein.

Hlutverk félagsins er að stuðla að fjölbreyttu og ánægjulegu félagslífi.

3. grein.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að stofna áhugahópa um ýmiss málefni.

4. grein.

Rétt til inngöngu í félagið eiga allir sem eru einar/einir og hafa það að markmiði sínu að vilja kynnast öðrum einstaklingum og njóta félagsskaparins.

5. grein.

Rétt til setu á fundum félagsins og þátttöku í starfsemi þess hafa allir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjöld. Vikið er þó frá þessu gagnvart nýjum einstaklingum og þeim veittur 3 mánuðir til að kynna sér starfsemi félagsins.

6. grein.

Heimilt er að víkja félögum úr félaginu ef þeir hafa gerst brotlegir við lög félagsins.

7. grein.

Greiðsla félagsgjalda skal fara fram fyrir 1. maí ár hvert og skal upphæð þeirra ákveðin á aðalfundi.

8. grein.

Reikningsár félagsins fylgi almanaksárinu og reikningum skal lokað þá. Reikningum félagsins skal skilað til endurskoðenda 14 dögum fyrir aðalfund.

9. grein.

Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir 1. apríl. Til aðalfundar skal boðað með 14 daga fyrirvara með rafpósti og bréflega til þeirra sem ekki hafa netfang. Afl atkvæða ræður úrslitum á aðalfundi nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum þess. Rétt til atkvæðagreiðslu hafa eingöngu þeir sem greitt hafa sín félagsgjöld.

10. grein.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

1) Fundur settur.

2) Kosning fundarstóra.

3) Skýrsla stjórnar.

4) Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.

5) Umræður um skýrslu og reikninga.

6) Lagabreytingar

7) Kosning stjórnar fyrir næsta starfsár.

8) Kosning tveggja endurskoðenda.

9) Önnur mál

11. grein.

Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi félagsins. Lagabreytingar og tillögur skulu berast til stjórnar og kunngerðar félögum eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Nái lagabreytingatillaga samþykki 2/3 hluta fundarmanna telst hún samþykkt. Aðalfundur telst lögmætur ef löglega er til hans boðað..

12. grein.

Stjórn félagsins skipa 5 aðilar og skiptir stjórnin sjálf með sér verkum, velur formann, gjaldkera, ritara og tvo meðstjórnendur. Stjórnin er kjörin til 2 ára í senn og ganga ekki allir út í einu.

13. grein.

Stjórn félagsins ræður málefnum félagsins með þeim takmörkunum sem lög þessi setja. Hún tekur ákvarðanir um starfsemi og er ábyrg fyrir fjárreiðum og skuldbindingum félagsins.

14. grein.

Komi til að félagið verði leyst upp, getur það aðeins farið fram með þeim hætti, að haldinn verði sérstakur fundur, sem til er boðað með a. m. k. 14 daga fyrirvara.

Lagabreytingar voru gerðar á aðalfundi Parísar 5. mars 2011

 
Þú ert hér:   HeimUm félagiðLög Parísar
Paris.is á Facebook!