París - félag þeirra sem eru einar/einir.

Var stofnað 15. apríl 2003 að frumkvæði Elísabetar Jónsdóttur. Til fyrsta fundarins var boðað í Hallgrímskirkju og komu þar saman yfir 250 manns. 

Ákveðið var að stofna formlegt félag og var stofnfundurinn haldinn þann 15. apríl 2003 á Grand Hóteli. 

Fastur fundarstaður mánaðarlegra félagsfunda er á Kringlukránni (innri salur) fyrsta laugardag hvers mánuðar kl 11:30 f. h. 

Starfsemi Parísar byggist á að hittast í gegnum áhugamál hvers og eins og hafa ánægju af að hitta annað fólk. Skapast hafa góð tengsl og vinátta milli fólks í gegnum hópastarfið og er góður kjarni í hópunum. Hér á heimasíðunni sést hverjir hóparnir eru.

Fyrir utan það sem gerist viku- og mánaðarlega í hópunum er árlega haldið þorrablót, árshátíð, grillhátíð og 1-2 lengri helgarferðir að sumrinu til. 

Ennfremur hafa Parísarfélagar verið duglegir að ferðast saman til útlanda og má þar nefna borgarferðir, gönguferðir og einnig siglingar. 

Parísarfélagar eru góður hópur fólks, sem metur félagsskap hvers annars og styður hvort annað ef okkur finnst þess þurfa.

Paris.is á Facebook!