Spjallhópur á miðvikudagskvöldum kl: 18:30
Hópstjóri: Birgir Þór Ólafsson s. 860-3546
Spjallhópurinn hittist vikulega á miðvikudagskvöldum á Gamla Kaffihúsinu, Drafnarfelli 18, 111 Reykjavík kl. 18:30-21:00.
Félagar koma og fara að eigin geðþótta en alltaf er hópstjóri eða einhver Parísarfélagi mættur kl. 18:30.
Upplagt er fyrir nýja félaga og aðra áhugasama að mæta þarna, því segja má að góður kjarni félagsins sé á svæðinu og vel er tekið á móti nýju fólki þar sem í öðrum hópum. Ekki þarf að skrá sig í spjallhópinn - aðeins mæta.
Félagsfundir eru haldnir fyrsta laugardag í mánuði kl: 11:30 á Kringlukrá, hliðarsal.
Gönguhópur alla föstudaga kl. 11:30 hittist við bílastæðið við Vífilsstaðavatn. Kaffihús og spjall eftir gönguna í Golfklúbbi GKG við Vífilsstaðaveg í Garðabæ.
Gönguhópur öll þriðjudagskvöld kl: 16:30 frá Árbæjarlaug. Hópurinn hittist í anddyri Árbæjarlaugar.
Gönguhópur flesta sunnudaga kl: 13:30 hittist sunnan við Hallgrímskirkju.
Ferðahópur fer 1x í mánuði í lengri göngur sem kynntar eru á félagsfundum.
Spjallfundir eru kl 18:30-21:00 öll miðvikudagskvöld í Gamla Kaffihúsinu Drafnarfelli
Spjallfundir eru í Perlunni á mánudögum kl. 15:30-17:30
Morgunverðar-spjallfundir eru í IKEA fimmtudaga kl. 10:00-11:30