Hópferð Parísar til Ítalíu haustið 2019

 

Ferðatilhögun.


Dagur 1 - 21. sept

Flug með British Airways með brottför frá Keflavík kl. 10:15. Lent á Heathrow flugvelli í London kl.

14:10. Framhaldsflug frá London kl. 15:45 til Pisa á Ítalíu þar sem lent verður kl. 18:55. (Farangur er

tékkaður inn í Keflavík alla leið til Pisa.) Á flugvelli bíður rúta sem flytur hópinn á Grand Hotel

Panoramic****, miðja vegu á milli Pisa og Flórens. (Sjá nánari lýsingu neðar.)

Grand Hotel Panoramic er glæsilegt 4ra stjörnu hótel staðsett í bænum Montecatini Terme sem er

einn stærsti “spa”-bær Ítalíu. Hér eru heitar laugar sem notaðar hafa verið í aldaraðir. Við

uppbyggingu bæjarins hefur áhersla verið lögð á heitar laugar, skemmtun, afslöppun og sport. Hér

eru m.a. flott veitngahús, leikhús, spilavíti og næturklúbbar. Í Laugagarðinum (Thermal Park) eru

einar 9 spa stöðvar. Nánari upplýsingar um bæinn má fá á heimasíðunni

:https://www.visittuscany.com/en/ideas/montecatini-terme-what-to-see-and-do/

Kvöldverður snæddur á hótelinu (innifalinn).

Dagur 2: 22. sept.

Þessum degi eyðum við í menningarborginni Flórens sem á engan sinn líka. Í morgunsárið tökum við

lestina inn í borg, hittum þar fróðan enskumælandi fararstjóra og göngum með honum í um 3 tíma.

Fararstjórinn okkar sér til þess að allir skilji hvað fram kemur. Meðal annars munum við njóta

dæmigerðs götubita (street food) Flórensbúa sem er paninibrauð með svínakjöti! Í framhaldinu er af

nógu að taka og hópurinn getur dreift sér eftir áhugasviðum og því er aðgangur að söfnum og

frægum byggingum ekki innifalinn. Þeir sem það kjósa geta fylgt fararstjóra okkar á fleiri spennandi

staði. Vert er að geta þess að í ár heldur Flórens upp á 500 ára ártíð Leonardos da Vinci og verða

ýmsir sérviðburðir helgaðir minningu eins mesta listamanns og völundarsmiðs Endurreisnarinnar.

Kvöldverður snæddur á hótelinu (innifalinn).

Dagur 3: 23. sept.

Í dag höldum við á mið Chianti eðalvínanna og villisveppa sælkeranna. Við heimsækjum vínekru og

víngerðarbónda og förum líka út í skóg og tínum sveppi (munið eftir góðu gönguskóm). Á eftir fáum

við að smakka hin fínustu vín og sælkerarétti úr sveppaheiminum? Skemmtileg og lífleg ferð!

Kvöldverður snæddur á hótelinu (innifalinn).

Dagur 4: 24. sept.

Eftir viðburðarríka daga tekur við frír dagur sem upplagður er fyrir göngutúr í bæinn eða nema nýjar

lendur með lestinni. Ellegar flatmaga á sundlaugarbakka heima á hóteli.

Kvöldverður snæddur á hótelinu (innifalinn).

Dagur 5: 25. sept.

Nú líkur dvölinni í Toskana og rútan ekur sem leið liggur að Aríahafsströndum. Á leiðinni stoppum

við í hinni merku borg Bologna þar sem sérfróður heimamaður leiðir okkur um götu og torg og kynnir

okkur borgina. Íslenski fararstjórinn aðstoðar þá sem ekki treysta sér í langa göngu. Bologna er ein

best varðveita miðaldaborg Evrópu og hún stendur á gömlum merg. Árið 1088 var stofnaður háskóli í

borginni sem almennt er talinn elsti háskóli heims. Miðbærinn er afar skemmtilegur og oft sem gestir


 

og gangandi flytjist nokkrar aldir aftur tímann. Meðal kennileita borgarinnar eru skökku turnarnir

tveir, Torre Asinelli (97 m) og Torre della Garisenda (upphaflega 60 m en nú 48 m) sem reistir voru á

13. öld. Hér er stórt net göngugatna og torga, fornar kirkjur, byggingar og kastalar og afar ríkt

mannlíf. Ótrúlega skemmtileg háskólaborg.

Eftir viðkomu í Bologna höldum við áfram út að ströndinni og komum von bráðar í strandbæinn

Milano Marittima sem er fallegur og líflegur strandbær á Adríahafsströndinni með fjölda

veitingastaða, skemmtistaða, afþreyingu og endalausum sandströndum. Góðar upplýsingar um

þjónustu og tækifæri má finna á heimasíðunni

Við ökum til hótels okkar, hins flotta Hotel Globus.   Kvöldverður að hætti hvers og eins.

https://hotelglobus.it/?lang=en

Dagar 6-9: 26.-29. sept.

Næstu dögum eyðum við í Milano Marittima og einkunnarorðin verða slökun, skemmtun og góður

matur. Formlegri dagskrá er þar með lokið en fararstjórinn verðu áfram á staðnum og sér til þess að

engum mun leiðast og nóg verður fyrir stafni. Meðal annars finnur hún skemmtilega matsölustaði,

leiðir gönguferðir og jafnvel hjólatúra. Og alltaf verður hún til staðar til skrafs og ráðagerða.

Möguleiki er að bæta við fleiri ferðum, t.d. heimsókn í dvergríkið San Maríno, á hinn risastóra matar-

og sýninga-markað í Bologna, til Modena og heimsækja Ferrari-versksmiðjuna eða til

nágrannaborgannar Ravenna.

Dvölinni á Hotel Globus fylgir morgunverður en ekki annar matur. Upphaflegt plan var að hafa

innifalinn köldverð en frá þvi var horfið að góðra manna ráði. Eftir kvöldverði í Toskana skyldi miklu

fremur hafa hér frjálst val. Nóg er af góðum stöðum í nágrenninu og hópurinn gæti skipt sér,

e.t.v. vildu sumir fá sér pizzu, aðrar sjávarrétti, eðal pastarétti eða safaríka steik.

Dagur 10. - 30. sept.

Ferðinni lýkur á flugvellinum við Bologna en flug British Airways hefur sig þaðan á loft kl. 12:05 og

lendir á Heathrowh-velli kl. 13:25. Þar er nokkurra klst. bið og við notum þann tíma fyrir rúsínuna í

pylsuenda ferðarinnar sem er stutt skoðunarferð til Windsor-bæjar sem er lítill, fallegur og alda

gamall enskur bær með fallegum verslunum, pöbbum og veitingahúsum. Aðall Windsor er heimsins

stærsti kastali, sem enn er í notkun og við þekkjum helst fyrir tilkomumikil brúðkaup ensku prinsanna.

Hér njótum við enskrar gestrisni og fáum okkur hádegisverð.

Eftir að hafa skoðað Windsor-bæ snúum við aftur til Heathrow og tékkum okkur inn í flug Icelandair.

Brottför er kl. 20:50 og lending í Keflavík kl. 22:55. (Athugið að allur farangur fer í rútuna sem fer til

Windsor.)

 

 

Verð á mann einbýli/tvíbýli: 224.900 kr.

Staðfestingargjald er 40.000 kr á mann og skal greiðast innan viku frá bókun. Þetta gjald

er óendurkræft. Því íhvetjum við þá sem bóka að greiða með kreditkorti því með all flestum

kreditkortum fylgir forfallatrygging sem greiðir til baka ferðakostnað ef ástæður falla að

tryggingaskilmálum. Kannið hjá kortafyrirtæki hvort forfallatrygging sé ekki örugglega fyrir hendi.

Sumir gætu verið með ferðatryggingu inni í heimilistryggingu. Rétt er að kanna hvort forfallatrygging

sé þar innifalin.

 


 

Innifalið

Flug með Bristish Airways og Icelandair

a) Flugskattar, 1 ferðataska og handfarangur.

b) Útflug: 21. sept

BA801 frá Keflavík til London: 10:15 - 14:10

BA606 frá London til Pisa: 15:45 - 18:55

c) Heimflug 30. sept.

BA541 frá Bologna til London: 12:05 - 13:25

FI455 frÁ lONDON TIL íSLANDS: 20:50 - 22:55

Gisting:

a. 4 næturí Toskana með morgunverði og kvöldverði.

b. 5 nætur í Milanó Marittima með morgunverði.

Skoðunarferðir:

a. Flórens með lestarferð, innfæddum enskumælandi leiðsögumanni og götubita (street food),  

b. Vín- og sveppaheimsókn með smakki.

c. Bologna með innfæddum enskumælandi leiðsögumanni

d. Windsor með rútu og léttum hádegisverði en drykkir eru ekki innifaldir..

Rútferðir

a. Frá flugvelli í Pisa á hótel,

b. Frá hóteli í Toskana til hótels í Mílanó Marittima.

c. Frá hóteli Í Mílanó Marittima til flugvallar í Bologna.

Íslenskur fararstjóri.

 

Ekki innifalið


Hádegisverður.

Hótelskattur sem greiðist beint til hótels: €1,5 á mann pr. nótt

Ferðatryggingar.

Annað en það sem getur er um undir Innifalið.

 

ATH. Í boði eru 20 eins manns herbergi og 5 2ja manna herbergi. Úthlutað í röðinni: “ fyrstur

kemur fyrstur fær” Mikilvægt er að nýta 2ja manna herbergin svo sem flestir eigi þess kost að slást í

för.

 

 

 

 


 

 

Fararstjórinn


Segja má að fararstjórinn okkar, Hjördís Hildur Jóhannsdóttir, hafi verið með annan fótinn í Toskana

um 10 ára skeið. Hún stundaði ítölsku- og ferðamálanám í Flórens 2000-2004 og frekara ítölskunám

við Háskóla Íslands 2010-2013. Auk þess starfaði hún í Flórens 2002-2009 að aðstoða erlenda

stúdenta. Hjördís hefur unnið við þýðingar og pistlaskrif um ítölsk málefni. Sjálf segir hún að hún hafi

„mikla ást á ítölsku, mat og menningu ítala og hafi notið þess að aðstoða ferðalanga sem hyggja á

Ítalíuferð“.

 

 

Hótelin

Toskana

Grand Hotel Panoramic okkar er staðsett í rólegu og grænu umhverfi í aðeins um 5 mín. gang frá

Laugagarðinum og 10 mín. gang frá miðbænum. Hér er á ferðinni mjög gott fyrsta flokks hótel með

góðri þjónustu og aðstöðu, m.a. veitingasal, setustofu og bar, fallegum garði með útisundlaug og

sólbaðaðstöðu, fríu Wifi, og góðri “spa”-miðstöð þar sem m.a. eru heitir pottar, sauna og nudd. Við

munum snæða kvöldverð í veitingasal hótelsins (innifalið) sem er annálaður fyrir góðan mat.

https://www.grandhotelpanoramic.it/

 


 

 

 

 

 

Milano Marittima

Hotel Globus er afar glæsilegt fyrsta flokks hótel. Hótelið er staðsett rétt ofan við ströndina og á sína

einkaströnd fyrir gesti (bæði hótelgesti og aðra) með skiptiklefum, sturtum, veitingastað og kokteil-

bar. Umhverfis hótelið er fallegur og gróðursæll garður og hér er allt til alls, s.s.   veitingastaður, bar,

úti og inni sundlaugar, heilsumiðstöð/spa með fjölbreyt úrval afþreyingar og þæginda. Frítt Wifi um

allt hótelið. Fín loftkæld og vel búin herbergi.

https://hotelglobus.it/

 

 


 

 

 

 

 

Félagsfundir

Félagsfundir eru haldnir fyrsta laugardag í mánuði kl: 11:30 á Kringlukrá, hliðarsal.

Gönguhópar

Gönguhópur  alla föstudaga kl. 11:30 hittist við bílastæðið við Vífilsstaðavatn. Kaffihús og spjall eftir gönguna í Golfklúbbi GKG við Vífilsstaðaveg í Garðabæ.

Gönguhópur öll þriðjudagskvöld kl: 16:30 frá Árbæjarlaug. Hópurinn hittist í anddyri Árbæjarlaugar.

Gönguhópur flesta sunnudaga kl: 13:30 hittist sunnan við Hallgrímskirkju.

Ferðahópur fer 1x í mánuði í lengri göngur sem kynntar eru á félagsfundum.

Spjallfundir

Spjallfundir eru kl 18:00-21:00  öll miðvikudagskvöld í Gamla Kaffihúsinu Drafnarfelli

Spjallfundir eru í Perlunni á mánudögum kl. 15:30-17:30 

Morgunverðar-spjallfundir eru í IKEA fimmtudaga kl. 10:00-11:30

Þú ert hér:   HeimEldri fréttir og tilkynningarItaliuferd
Paris.is á Facebook!