Annað leikrit Parísar hópsins á þessu leikári, sem er nýbyrjað verður:
"Fly me to the Moon" í Þjóðleikhúsinu sunnudaginn 21.okt í Kassanum kl.
20,00 ( Athugið: Búið er að taka Kassann allan í gegn og endurnýja
sæti).

Búið er að taka frá í nafni Parísar hópsins 24 sæti, þar af 4 sæti á 1.
bekk, 6 sæti á 8. bekk  og 14 sæti á 9.bekk

Sækja þarf miðana í seinasta lagi 14. okt.

Farið verður út að borða kl. 18,00 á Hótel 101, á horni Hverfisgötu og
Ingólfsstrætis fyrir þá, sem það vilja. Þeir sem vilja borða verða að
svara þessari tikynningu á Facebook með einu já, eða láta

Matthías ( 892 7696 ) vita  með SMS eða símtali.

Félagsfundir

Félagsfundir eru haldnir fyrsta laugardag í mánuði kl: 11:30 á Kringlukrá, hliðarsal.

Gönguhópar

Gönguhópur  alla föstudaga kl. 11:30 hittist við bílastæðið við Vífilsstaðavatn. Kaffihús og spjall eftir gönguna í Golfklúbbi GKG við Vífilsstaðaveg í Garðabæ.

Gönguhópur öll þriðjudagskvöld kl: 16:30 frá Árbæjarlaug. Hópurinn hittist í anddyri Árbæjarlaugar.

Gönguhópur flesta sunnudaga kl: 13:30 hittist sunnan við Hallgrímskirkju.

Ferðahópur fer 1x í mánuði í lengri göngur sem kynntar eru á félagsfundum.

Spjallfundir

Spjallfundir eru kl 18:30-21:00  öll miðvikudagskvöld í Gamla Kaffihúsinu Drafnarfelli

Spjallfundir eru í Perlunni á mánudögum kl. 16:00-18:00 

Morgunverðar-spjallfundir eru í IKEA fimmtudaga kl. 10:00-11:30

Þú ert hér:   HeimEldri fréttir og tilkynningarÞjóðleikhúsið 21. október 2018
Paris.is á Facebook!