Farið verður í Þakgil 18. ágúst n.k. Lagt af stað kl. 9 stundvíslega frá bílastæðinu við Breiðholtskirkju (Indíánatjaldinu). Reiknað með að koma til baka ekki seinna en kl. 22.
Fararstjóri er Þórarinn Þórarinsson.
 
Ferðatilhögun: Breiðholtskirkja - Hvolsvöllur - Reynisfjara - Þakgil - Dyrhólaey - Skógafoss - Hótel Stracta - Breiðholtskirkja
 
Verð í rútu: 7.000 kr.
Greiða þarf fyrir 11. ágúst inn á bankareikning  0526-26-2065 kt. 650403-3630.
 
Borðað um kvöldið á Hótel Stracta, tvíréttuð máltíð, þ.e. lambakjöt og súkkulaðikaka.
Maturinn kostar 4.200 kr. og borgar hver fyrir sig á staðnum (Hótel Stracta).
 
Muna að taka með sér nesti fyrir daginn.

Félagsfundir

Félagsfundir eru haldnir fyrsta laugardag í mánuði kl: 11:30 á Kringlukrá, hliðarsal.

Gönguhópar

Gönguhópur  alla föstudaga kl. 11:30 hittist við bílastæðið við Vífilsstaðavatn. Kaffihús og spjall eftir gönguna í Golfklúbbi GKG við Vífilsstaðaveg í Garðabæ.

Gönguhópur öll þriðjudagskvöld kl: 16:30 frá Árbæjarlaug. Hópurinn hittist í anddyri Árbæjarlaugar.

Gönguhópur flesta sunnudaga kl: 13:30 hittist sunnan við Hallgrímskirkju.

Ferðahópur fer 1x í mánuði í lengri göngur sem kynntar eru á félagsfundum.

Spjallfundir

Spjallfundir eru kl 18:00-21:00  öll miðvikudagskvöld í Gamla Kaffihúsinu Drafnarfelli

Spjallfundir eru í Perlunni á mánudögum kl. 15:30-17:30 

Morgunverðar-spjallfundir eru í IKEA fimmtudaga kl. 10:00-11:30

Þú ert hér:   HeimEldri fréttir og tilkynningarRútuferðin 18. ágúst 2018
Paris.is á Facebook!