Eftir félagsfundinn í dag, laugardaginn 4. ágúst er ætlunin að fara í bíltúr í Borgarfjörðinn. Koma t.d. við á Hvanneyri (Landbúnaðarsafn Íslands), Reykholti (Snorrastofa) og Deildartungu (Deildartunguhver). Tilvalið að fá sér að borða í Kraumu (eða Gamla Kaupfélaginu á Akranesi). Fyrir brottför hittist fólk og bílar við Kringluna 1 (á planinu við Vinnumálastofnun).

Félagsfundir

Félagsfundir eru haldnir fyrsta laugardag í mánuði kl: 11:30 á Kringlukrá, hliðarsal.

Gönguhópar

Gönguhópur  alla föstudaga kl. 11:30 hittist við bílastæðið við Vífilsstaðavatn. Kaffihús og spjall eftir gönguna í bakaríinu Kökulist að Iðnbúð 2 í Garðabæ.

Gönguhópur öll þriðjudagskvöld kl: 18:30 frá Árbæjarlaug. Hópurinn hittist í anddyri Árbæjarlaugar.

Gönguhópur flesta sunnudaga kl: 13:30 hittist sunnan við Hallgrímskirkju.

Ferðahópur fer 1x í mánuði í lengri göngur sem kynntar eru á félagsfundum.

Spjallfundir

Spjallfundir eru kl 20-22  öll miðvikudagskvöld í Gamla Kaffihúsinu Drafnarfelli

Spjallfundir eru í Café Flóran, Grasagarðinum á mánudögum kl. 16:00-18:00 

Morgunverðar-spjallfundir eru í IKEA fimmtudaga kl. 10:00-11:30

Þú ert hér:   HeimEldri fréttir og tilkynningarBíltúr
Paris.is á Facebook!