Sunnudaginn 29. apríl verður farið að sjá söngleikinn Slá í gegn í Þjóðleikhúsinu, stóra sviðið. kl. 20.00  Grín og söngleikur með tónlist Stuðmanna. Frátekin eru 16. sæti á 7. bekk frestur til að sækja miða er til 16. apríl verð með  afslætti: 5.850 kr. Út að borða á undan á Hótel 101, á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis. kl. 18.00 Þeir sem ætla að borða en skrifuðu sig ekki á blaðið á fundinum geta haft samband við Matthías í síma 892-7696. Þetta er nýr Íslenskur söngleikur eftir Guðjón Davíð Karlsson (Góa) þar sem stór hópur leikara, dansara og sirkuslistamanna skapar litríkan, óvæntan og fjölbreyttan heim.

Félagsfundir

Félagsfundir eru haldnir fyrsta laugardag í mánuði kl: 11:30 á Kringlukrá, hliðarsal.

Gönguhópar

Gönguhópur  alla föstudaga kl. 11:30 hittist við bílastæðið við Vífilsstaðavatn. Kaffihús og spjall eftir gönguna í Golfklúbbi GKG við Vífilsstaðaveg í Garðabæ.

Gönguhópur öll þriðjudagskvöld kl: 16:30 frá Árbæjarlaug. Hópurinn hittist í anddyri Árbæjarlaugar.

Gönguhópur flesta sunnudaga kl: 13:30 hittist sunnan við Hallgrímskirkju.

Ferðahópur fer 1x í mánuði í lengri göngur sem kynntar eru á félagsfundum.

Spjallfundir

Spjallfundir eru kl 18:30-21:00  öll miðvikudagskvöld í Gamla Kaffihúsinu Drafnarfelli

Spjallfundir eru í Perlunni á mánudögum kl. 15:30-17:30 

Morgunverðar-spjallfundir eru í IKEA fimmtudaga kl. 10:00-11:30

Þú ert hér:   HeimEldri fréttir og tilkynningarÞjóðleikhúsið 29 apríl
Paris.is á Facebook!