Sunnudaginn 4. mars. verður farið í Þjóðleikhúsið (Kassinn) að sjá margverðlaunaða verkið Efi, eftir John Patrick Shanley kl. 19:30 

Frátekin sæti: 4 Sæti á 5. bekk, 10 sæti á 6. bekk. Frestur til að sækja miða er fyrir 9. Febrúar Farið verður út að borða áður á

Hótel 101, á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis kl. 17:30  Leikritið fjallar um Skólastýru í Kaþólskum Barnaskóla í New York þar sem hún leggur áherslu á aga og strangleika. Öll viðleitni í átt til nútímalegra skólastarfs er henni á móti skapi. Dag einn tjáir hún ungri kennslukonu að sig gruni að prestur í kennarahópnum eigi í óeðlilegum samskiptum við einn af skólapiltunum. Kennarinn neitar öllum ásökunum, en getur hann sannað að hann hafi hreinan skjöld.  Leikarar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Jóhanna Jónsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir.

Félagsfundir

Félagsfundir eru haldnir fyrsta laugardag í mánuði kl: 11:30 á Kringlukrá, hliðarsal.

Gönguhópar

Gönguhópur  alla föstudaga kl. 11:30 hittist við bílastæðið við Vífilsstaðavatn. Kaffihús og spjall eftir gönguna í Golfklúbbi GKG við Vífilsstaðaveg í Garðabæ.

Gönguhópur öll þriðjudagskvöld kl: 16:30 frá Árbæjarlaug. Hópurinn hittist í anddyri Árbæjarlaugar.

Gönguhópur flesta sunnudaga kl: 13:30 hittist sunnan við Hallgrímskirkju.

Ferðahópur fer 1x í mánuði í lengri göngur sem kynntar eru á félagsfundum.

Spjallfundir

Spjallfundir eru kl 18:00-21:00  öll miðvikudagskvöld í Gamla Kaffihúsinu Drafnarfelli

Spjallfundir eru í Perlunni á mánudögum kl. 15:30-17:30 

Morgunverðar-spjallfundir eru í IKEA fimmtudaga kl. 10:00-11:30

Þú ert hér:   HeimEldri fréttir og tilkynningarÞjóðleikhúsið sunnudaginn 4. mars.
Paris.is á Facebook!