27. október verður farið í Þjóðleikhúsið (Kassinn) að sjá leikritið Faðirinn eftir Florian Zeller. Búið er að taka frá sæti: 4 sæti á 3. bekk, 5 sæti á 4. bekk, 5 sæti á 5. bekk á móti. frestur til að kaupa miða er til 08. september. Miðað við hvað fresturinn er stuttur hjá Leikhúsinu, geta þeir sem ætla að sjá sýninguna hringt í Leikhúsið og keypt miða og greitt með korti og þeir geima miðann þangað til þeir eru sóttir. Síminn er 551-1200 opið frá 10.00 - 18.00.

André er tekinn að eldast. Á árum áður starfaði hann sem verkfræðingur eða var það steppdansari? Bláókunnugt fólk birtist á heimili hans og segist vera dóttir hans og maður hennar. Hver dirfist að halda því fram að hann geti ekki séð um sig sjálfur? Er verið að spila með hann , getur verið að hann sé farinn að tapa áttum? Er heilinn farinn að gefa sig? Eða er heimurinn sjálfur genginn af göflunum.  Leikarar Edda Arnljótsdóttir, Eggert Þorleifsson, Harpa Arnardóttir, Hilmir Snær Guðnason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson.    

Félagsfundir

Félagsfundir eru haldnir fyrsta laugardag í mánuði kl: 11:30 á Kringlukrá, hliðarsal.

Gönguhópar

Gönguhópur  alla föstudaga kl. 11:30 hittist við bílastæðið við Vífilsstaðavatn. Kaffihús og spjall eftir gönguna í bakaríinu Kökulist að Iðnbúð 2 í Garðabæ.

Gönguhópur öll þriðjudagskvöld kl: 18:30 frá Árbæjarlaug. Hópurinn hittist í anddyri Árbæjarlaugar.

Gönguhópur flesta sunnudaga kl: 13:30 hittist sunnan við Hallgrímskirkju.

Ferðahópur fer 1x í mánuði í lengri göngur sem kynntar eru á félagsfundum.

Spjallfundir

Spjallfundir eru kl 20-22  öll miðvikudagskvöld í Gamla Kaffihúsinu Drafnarfelli

Spjallfundir eru í Café Flóran, Grasagarðinum á mánudögum kl. 16:00-18:00 

Morgunverðar-spjallfundir eru í IKEA fimmtudaga kl. 10:00-11:30

Þú ert hér:   HeimEldri fréttir og tilkynningarÞjóðleikhúsið 27okt Kassinn
Paris.is á Facebook!