Hin árlega rútuferð Parísar verður farin laugardaginn 12 ágúst. Farið verður í Landmannalaugar og lagt af stað frá Mjódd (Kirkjunni) kl 09.00 um morguninn með viðkomu á Olís Selfossi - Urriðafoss - Vegamót (landvegur) Leirubakki - Landmannahellir þar sem snætt verður nestið, þaðan í Landmannalaugar þar er stoppað í einn og hálfan tíma. Á heimleið verður komið við á Hótel Hrauneyjar þaðan verður farið á Hótel Heklu þar sem snæddur verður kvöldverður, síðan haldið heim á leið og komið í Mjóddina ca um tíuleitið um kvöldið.Rútuferðin kostar 7.400 kr og þeir sem ætla að fara eru vinsamlegast beðnir um að greiða inn á reikning Parísar fyrir 04 ágúst. Maturinn kostar 6.100 kr og greiðir hver og einn fyrir sig á staðnum. Hafið með ykkur nesti og góðan klæðnað.

   

Félagsfundir

Félagsfundir eru haldnir fyrsta laugardag í mánuði kl: 11:30 á Kringlukrá, hliðarsal.

Gönguhópar

Gönguhópur "Sniglarnir"  alla þriðjudaga kl. 14:30 hittist við inngang í Húsdýra- og Grasagarð í Laugardal. Kaffihús og spjall eftir gönguna í bakaríinu Austurveri.

Gönguhópur öll þriðjudagskvöld kl: 17:30 frá Árbæjarlaug. Hópurinn hittist í anddyri Árbæjarlaugar.

Gönguhópur flesta sunnudaga kl: 13:30 hittist sunnan við Hallgrímskirkju.

Ferðahópur fer 1x í mánuði í lengri göngur sem kynntar eru á félagsfundum.

Spjallfundir

Spjallfundir eru kl 20-22  öll miðvikudagskvöld í Gamla Kaffihúsinu Drafnarfelli

Spjallfundir eru í Cafe Flóru í sumar á mánudögum kl. 16:00-18:00 

Morgunverðar-spjallfundir eru í IKEA fimmtudaga kl. 10:00

Þú ert hér:   HeimEldri fréttir og tilkynningarRútuferð - 12 ágúst
Paris.is á Facebook!