Veðurspáin fyrir 19. október er ekki nógu góð og því ætlum við að flýta göngu ferðahópsins um einn dag og fara laugardaginn 18. október. Við hittumst við Debenhams í Smáralind kl 12,30 og sameinast verður í bíla. Ekið verður suður að Kálfatjarnarkirkju og gengið þaðan slóða að "Staðarborg" sem er fjárborg á milli Vatnsleysustrandarvegar og Reykjanesbrautar. Leiðin er um 5 km. og þó veður verði gott miðað við árstíma þá þarf að klæða sig vel. Eftir gönguna finnum við eitthvað kaffihús til að hressa okkur á.

Félagsfundir

Félagsfundir eru haldnir fyrsta laugardag í mánuði kl: 11:30 á Kringlukrá, hliðarsal.

Gönguhópar

Gönguhópur  alla föstudaga kl. 11:30 hittist við bílastæðið við Vífilsstaðavatn. Kaffihús og spjall eftir gönguna í Golfklúbbi GKG við Vífilsstaðaveg í Garðabæ.

Gönguhópur öll þriðjudagskvöld kl: 16:30 frá Árbæjarlaug. Hópurinn hittist í anddyri Árbæjarlaugar.

Gönguhópur flesta sunnudaga kl: 13:30 hittist sunnan við Hallgrímskirkju.

Ferðahópur fer 1x í mánuði í lengri göngur sem kynntar eru á félagsfundum.

Spjallfundir

Spjallfundir eru kl 18:00-21:00  öll miðvikudagskvöld í Gamla Kaffihúsinu Drafnarfelli

Spjallfundir eru í Perlunni á mánudögum kl. 15:30-17:30 

Morgunverðar-spjallfundir eru í IKEA fimmtudaga kl. 10:00-11:30

Þú ert hér:   HeimEldri fréttir og tilkynningarGönguferð laugardag 18 okt kl.12,30 frá Debenhams
Paris.is á Facebook!