Þorrablót Parísar verður að þessu sinni haldið í Borgarnesi helgina 27. - 29. janúar. Fyrir utan að borða vel og lengi á þorrablótinu verður hugað að því sem þessi fallegi bær hefur upp á að bjóða, eins og til dæmis sýningar og sitt hvað fleira. Safnast verður saman í bíla eða farið með rútunni (sætaferðir). Það verður ljóst þegar nær dregur.  Hrafnhildur veitir allar nánari upplýsingar.

Ath. Eitt pláss laust á Þorrablótið! Gisting í 2 nætur kostar 5000 kr. og maturinn kostar einnig 5000 kr. Áhugasamir hafi samband við Þóri eða Hrafnhildi.  

Félagsfundir

Félagsfundir eru haldnir fyrsta laugardag í mánuði kl: 11:30 á Kringlukrá, hliðarsal.

Gönguhópar

Gönguhópur  alla föstudaga kl. 11:30 hittist við bílastæðið við Vífilsstaðavatn. Kaffihús og spjall eftir gönguna í Golfklúbbi GKG við Vífilsstaðaveg í Garðabæ.

Gönguhópur öll þriðjudagskvöld kl: 16:30 frá Árbæjarlaug. Hópurinn hittist í anddyri Árbæjarlaugar.

Gönguhópur flesta sunnudaga kl: 13:30 hittist sunnan við Hallgrímskirkju.

Ferðahópur fer 1x í mánuði í lengri göngur sem kynntar eru á félagsfundum.

Spjallfundir

Spjallfundir eru kl 18:00-21:00  öll miðvikudagskvöld í Gamla Kaffihúsinu Drafnarfelli

Spjallfundir eru í Perlunni á mánudögum kl. 15:30-17:30 

Morgunverðar-spjallfundir eru í IKEA fimmtudaga kl. 10:00-11:30

Þú ert hér:   HeimEldri fréttir og tilkynningarÞorrablótið - Borgarnes 27.jan 2012
Paris.is á Facebook!