Farið verður með rútu frá kirkjunni (indjánatjaldinu) í Mjóddinni kl 8,30. Fyrsta stopp verður í Borgarnesi og svo skoðum við okkur um á eftirfarandi stöðum; Lundi (Hítará), Ölkeldu, Vegamótum, Búðum, Arnarstapa, Hellnum og Djúpalónssandi. Síðan verður ekið til baka. 

Kvöldverð fáum við svo að Hraunsnefi og gert er ráð fyrir  að koma í Mjóddina um kl. 22,00

Matthías skráir félagsmenn í ferðina í síma; 892-7696

Rútan kostar 5.500- á mann og greiðist sú upphæð inná reikning Parísar fyrir 7. ágúst

kt. 650403-3630 í Íslandsbanka og númerið þar er 526-26-2065 og muna að setja í skýringu að um dagsferð sé að ræða.

Kvöldmatinn að Hraunsnefi greiðir hver fyrir sig á staðnum kr. 3.400- en pantað hefur verið hlaðborð fyrir alla þar sem boðið er uppá; Súpu, heimabakað brauð með smjöri og pestó olíu, sjávarréttagratín með rúgbrauði, lambapottrétt með rjómasósu, heitt kartöflusalat, salöt og sósur og svo kaffi með konfektmola í lokin.

Félagsfundir

Félagsfundir eru haldnir fyrsta laugardag í mánuði kl: 11:30 á Kringlukrá, hliðarsal.

Gönguhópar

Gönguhópur  alla föstudaga kl. 11:30 hittist við bílastæðið við Vífilsstaðavatn. Kaffihús og spjall eftir gönguna í Golfklúbbi GKG við Vífilsstaðaveg í Garðabæ.

Gönguhópur öll þriðjudagskvöld kl: 16:30 frá Árbæjarlaug. Hópurinn hittist í anddyri Árbæjarlaugar.

Gönguhópur flesta sunnudaga kl: 13:30 hittist sunnan við Hallgrímskirkju.

Ferðahópur fer 1x í mánuði í lengri göngur sem kynntar eru á félagsfundum.

Spjallfundir

Spjallfundir eru kl 18:00-21:00  öll miðvikudagskvöld í Gamla Kaffihúsinu Drafnarfelli

Spjallfundir eru í Perlunni á mánudögum kl. 15:30-17:30 

Morgunverðar-spjallfundir eru í IKEA fimmtudaga kl. 10:00-11:30

Þú ert hér:   HeimEldri fréttir og tilkynningarRútu-dagsferð 9. ágúst 2014 á sunnanvert Snæfellsnes
Paris.is á Facebook!