Nú erum við í stjórn og hópstjórar að hugsa um að biðja félagsfólk að svara til um hvaða kaffihús það vill velja fyrir spjallhópana á mánudagskvöldum  og miðvikudagskvöldum. Guðný mun senda tölvupóst á alla og er fólk vinsamlega beðið að svara annaðhvort með tölvuskeyti eða að hringja.  Fyrir næsta fund yrði þá búið að vinna úr þessu og setja upp lista. Ef við gerum þetta svona náum við í fleiri félagsmenn heldur en mæta á félagsfundinn og þurfum ekki að eyða fundartíma í þetta mál.

 

 

Velja má sitthvort kaffihúsið fyrir mánudag og miðvikudag
eða sama kaffihús fyrir báða dagana.

------- Svarið:   Mánudagur  - nafn á kaffihúsi,  Miðvikudagur - nafn á kaffihúsi.

--------------------------------------------


Kaffihús sem loka klukkan 22 - þannig að tíminn yrði 20-22 eins og var á Mílanó

Volcano Tryggvagötu 11 101
Mezzo Lækjargötu 2a 101
BSÍ Umferðamiðstöð 101
Glætan Laugavegi 19 101
Meskí Fákafeni 108
Grillhúsið v/Sprengisand 108

Kaffihús sem loka klukkan 21 - þannig að tíminn yrði 19-21

Gló Engjateigur 19 105
Perlan Öskjuhlíð 105
Bombay Baazar  200

 

-----------P.S.  Amokka eða Te og kaffi í Borgartúni er ekki inni í myndinni sem stendur og opnar sennilega ekki fyrr en í desember.

 

 

Félagsfundir

Félagsfundir eru haldnir fyrsta laugardag í mánuði kl: 11:30 á Kringlukrá, hliðarsal.

Gönguhópar

Gönguhópur  alla föstudaga kl. 11:30 hittist við bílastæðið við Vífilsstaðavatn. Kaffihús og spjall eftir gönguna í Golfklúbbi GKG við Vífilsstaðaveg í Garðabæ.

Gönguhópur öll þriðjudagskvöld kl: 16:30 frá Árbæjarlaug. Hópurinn hittist í anddyri Árbæjarlaugar.

Gönguhópur flesta sunnudaga kl: 13:30 hittist sunnan við Hallgrímskirkju.

Ferðahópur fer 1x í mánuði í lengri göngur sem kynntar eru á félagsfundum.

Spjallfundir

Spjallfundir eru kl 18:00-21:00  öll miðvikudagskvöld í Gamla Kaffihúsinu Drafnarfelli

Spjallfundir eru í Perlunni á mánudögum kl. 15:30-17:30 

Morgunverðar-spjallfundir eru í IKEA fimmtudaga kl. 10:00-11:30

Þú ert hér:   HeimEldri fréttir og tilkynningarKaffihúsaval
Paris.is á Facebook!