Hér eru drög að ferðalýsingu frá leiðsögumanni að rútuferðinni laugardaginn, 10. ágúst.

Tímasetningar geta hnikast til eftir efni og aðstæðum, en miðast alltaf við að vera á réttum tíma við Laxá.

09. - 09.15 Farið frá Mjóddinni.
10.00 Útsýnisplanið við Grafningsveg (efri).
10.15 Farið þaðan.
10.30 Farið úr rútunni á Hakinu og litast um, síðan gengið niður Almanngjá að Öxarárfossi
og gengið þaðan að Nikulásargjá (Peningagjá) og síðan til kirkjunnar, sem ætti að vera opin, og
þjóðargrafreitsins. Þessari rólegu göngu fylgir talsvert spjall um söguna og náttúru staðarins.
Rútan mun stoppa við á bílastæðinu við enda Almannagjár, þannig að þeir sem vilja spara sér sporin
geta tekið hana til Nikulásargjár.
12.30 Nesti borðað á Valhallarplaninu, þar eru bekkir og borð. Samskonar aðstaða eru einnig við tjaldstæðin, ss. við þjónustmiðstöðina og
Fögrubrekku.
13.30+ Farið frá Þingvöllum.
14.00 Smástopp á Biskupsbrekku.
14.15 Höldum í áttina að Hádegisfjalli nyrðra og og förum þar út á afleggjarann að Langjökli.
14.40  Langjökull
15.30 Stefnan tekin á Húsafell.
16.00  Húsafell (gæti verið lengur/styttra - tímajöfnun).
16.30 Farið til Hraunfossa og Barnafoss.
16.40 Hraunfossar og Barnafoss.
17.15 Farið frá fossunum.
17.45 Laxá í Leirársveit - Matur
------------------------------

Maturinn sem verður í boði við Laxá, er 2 gerðir af pottréttum.  Kjúklinga- eða lambapottréttur í aðalrétt, og á eftir verður kaka og kaffi.  Verðið fyrir matinn er 3.800,- kr. á mann.  Greitt er á staðnum fyrir matinn.

-----------------

 Þátttakendum í rútuferðinni er vinsamlega bent á að greiða rútugjaldið, sem er  3500,- kr. fyrir 15. júlí inn á reikning Parísar.

 

Félagsfundir

Félagsfundir eru haldnir fyrsta laugardag í mánuði kl: 11:30 á Kringlukrá, hliðarsal.

Gönguhópar

Gönguhópur  alla föstudaga kl. 11:30 hittist við bílastæðið við Vífilsstaðavatn. Kaffihús og spjall eftir gönguna í Golfklúbbi GKG við Vífilsstaðaveg í Garðabæ.

Gönguhópur öll þriðjudagskvöld kl: 16:30 frá Árbæjarlaug. Hópurinn hittist í anddyri Árbæjarlaugar.

Gönguhópur flesta sunnudaga kl: 13:30 hittist sunnan við Hallgrímskirkju.

Ferðahópur fer 1x í mánuði í lengri göngur sem kynntar eru á félagsfundum.

Spjallfundir

Spjallfundir eru kl 18:00-21:00  öll miðvikudagskvöld í Gamla Kaffihúsinu Drafnarfelli

Spjallfundir eru í Perlunni á mánudögum kl. 15:30-17:30 

Morgunverðar-spjallfundir eru í IKEA fimmtudaga kl. 10:00-11:30

Þú ert hér:   HeimEldri fréttir og tilkynningarRútuferðin - Langjökull - 10. ágúst, 2013
Paris.is á Facebook!