11. Janúar 2013 kl: 19:30 Vínartónleikar
Búið er að taka frá fyrir París 20 miða föstudaginn 11.janúar kl 19,30 
10 miðar á 26. bekk og 10 miðar á 27. bekk 
Sækja þarf miðana ekki seinna en 10 dögum fyrir tónleikana, þ.e.a.s. í raun fyrir áramót. Við fáum 10% afslátt. Verð 5900 - 10% = 5310.-

18. Janúar 2013. kl: 19:30 
HAYDN, MOZART OG GRIEG - Breska sópransöngkonan Sally Matthews
4.900KR. – 10% = 4.410 KR.

 Nauðsynlegt er að panta miða sem fyrst. Hafið samband á heimasíðu paris.is með því að fara í "Senda póst", eða talið við Matthías í gsm: 842 3120.

Tónleikar
• 18.1.2013 19:30
• HARPA
• 4.900KR. – 10% = 4.410 KR.

HAYDN, MOZART OG GRIEG
Breska sópransöngkonan Sally Matthews er ein eftirsóttasta söngkona sinnar kynslóðar í Evrópu. Öll helstu óperuhús álfunnar eru á meðal fastra viðkomustaða hennar og má þar nefna Vínaróperuna, Covent Garden og Glydebourne-hátíðina. Á óperusviðinu hefur hún vakið verðskuldaða athygli fyrir túlkun sína á Mozart og er það því sérstakt tilhlökkunarefni að heyra þessa frábæru söngkonu flytja nokkrar af aríum meistarans.

W.A. Mozart

Lungi da te, mio bene (úr Mitridate, re di Ponto)

Dove sono i bei momenti (úr Brúðkaupi Fígarós)

Voi avete un cor fedele, konsertaría K.217

Ah se in ciel, benigne stele, konsertaría K.538


Joseph Haydn hefur verið nefndur faðir sinfóníuformsins og það ekki að ástæðulausu. Hann hafði afgerandi áhrif á þróun formsins auk þess að semja sjálfur 104 sinfóníur sem er einsdæmi í tónlistarsögunni. Sinfóníu nr. 104 samdi Haydn er hann bjó í London og var verkinu vel tekið við frumflutning og hafa vinsældir þess ekki dvínað.

Edvard Grieg samdi Holberg-svítuna árið 1884 í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu dansk-norska leikritaskáldsins og rithöfundarins Ludvigs Holberg. Holberg-svítan er óður til liðins tíma og er undirtitill verksins „svíta í gömlum stíl“.

Norski hljómsveitarstjórinn Eivind Aadland stjórnar nú Sinfóníuhljómsveit Íslands í fjórða sinn og hefur hann á liðnum árum vakið mikla hrifningu tónleikagesta Sinfóníuhljómsveitarinnar. Aadland er nú aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar
í Þrándheimi.

Stjórnandi
Eivind Aadland
Einsöngvari
Sally Matthews
Efnisskrá
Edvard Grieg
Holberg-svítan
W. A. Mozart
Aríur
Joseph Haydn
Sinfónía nr. 104, Lundúnasinfónían

Félagsfundir

Félagsfundir eru haldnir fyrsta laugardag í mánuði kl: 11:30 á Kringlukrá, hliðarsal.

Gönguhópar

Gönguhópur  alla föstudaga kl. 11:30 hittist við bílastæðið við Vífilsstaðavatn. Kaffihús og spjall eftir gönguna í Golfklúbbi GKG við Vífilsstaðaveg í Garðabæ.

Gönguhópur öll þriðjudagskvöld kl: 16:30 frá Árbæjarlaug. Hópurinn hittist í anddyri Árbæjarlaugar.

Gönguhópur flesta sunnudaga kl: 13:30 hittist sunnan við Hallgrímskirkju.

Ferðahópur fer 1x í mánuði í lengri göngur sem kynntar eru á félagsfundum.

Spjallfundir

Spjallfundir eru kl 18:00-21:00  öll miðvikudagskvöld í Gamla Kaffihúsinu Drafnarfelli

Spjallfundir eru í Perlunni á mánudögum kl. 15:30-17:30 

Morgunverðar-spjallfundir eru í IKEA fimmtudaga kl. 10:00-11:30

Þú ert hér:   HeimEldri fréttir og tilkynningarTónleikar 2013
Paris.is á Facebook!