Rútuferðin 18. ágúst 2018

Farið verður í Þakgil 18. ágúst n.k. Lagt af stað kl. 9 stundvíslega frá bílastæðinu við Breiðholtskirkju (Indíánatjaldinu). Reiknað með að koma til baka ekki seinna en kl. 22. Fararstjóri er Þórarinn Þórarinsson.   Ferðatilhögun: Breiðholtskirkja - Hvolsvöllur - Reynisfjara - Þakgil - Dyrhólaey - Skógafoss - Hótel Stracta - Breiðholtskirkja   Verð í rútu: 7.000 kr.
Greiða þarf fyrir 11. ágúst inn á bankareikning  0526-26-2065 kt. 650403-3630.   Borðað um kvöldið

07-08-2018
Nánar...
Bíó 9. ágúst 2018

Fimmtudagskvöldið förum við í Smárabíó  að sjá myndina „Mamma Mia! Here We Go Again“ sem er sýnd kl. 19:40. Hittast svona klukkutíma áður á Café Adesso. Umsjón Hreinn       Nokkur ár eru liðin síðan við kynntumst mæðgunum Donnu og Sophie, vinkonum Donnu og mönnunum þremur sem gætu verið barnsfeður hennar. Nú hefur Sophie tekið við rekstri gistiheimilisins og þegar hún verður ófrísk fer hún að hugsa til þess hvernig aðstæðurnar voru árið 1979 þegar hún kom sjálf undir og

07-08-2018
Nánar...
Sunnudagsröltið 5. ágúst 2018

Á morgun, sunnudaginn 5. ágúst verður sunnudagsröltið uppí Guðmundarlundi. Þeir sem ekki rata komið á bílastæðið við Salalaugina kl. 13.30. Takið með ykkur nesti. Þeir sem eiga græjur til að spila mínígolf meiga taka það með.

04-08-2018
Nánar...
Bíltúr

Eftir félagsfundinn í dag, laugardaginn 4. ágúst er ætlunin að fara í bíltúr í Borgarfjörðinn. Koma t.d. við á Hvanneyri (Landbúnaðarsafn Íslands), Reykholti (Snorrastofa) og Deildartungu (Deildartunguhver). Tilvalið að fá sér að borða í Kraumu (eða Gamla Kaupfélaginu á Akranesi). Fyrir brottför hittist fólk og bílar við Kringluna 1 (á planinu við Vinnumálastofnun).

04-08-2018
Nánar...

Félagsfundir

Félagsfundir eru haldnir fyrsta laugardag í mánuði kl: 11:30 á Kringlukrá, hliðarsal.

Gönguhópar

Gönguhópur  alla föstudaga kl. 11:30 hittist við bílastæðið við Vífilsstaðavatn. Kaffihús og spjall eftir gönguna í bakaríinu Kökulist að Iðnbúð 2 í Garðabæ.

Gönguhópur öll þriðjudagskvöld kl: 18:30 frá Árbæjarlaug. Hópurinn hittist í anddyri Árbæjarlaugar.

Gönguhópur flesta sunnudaga kl: 13:30 hittist sunnan við Hallgrímskirkju.

Ferðahópur fer 1x í mánuði í lengri göngur sem kynntar eru á félagsfundum.

Spjallfundir

Spjallfundir eru kl 20-22  öll miðvikudagskvöld í Gamla Kaffihúsinu Drafnarfelli

Spjallfundir eru í Café Flóran, Grasagarðinum á mánudögum kl. 16:00-18:00 

Morgunverðar-spjallfundir eru í IKEA fimmtudaga kl. 10:00-11:30

Félagsgjald Parísar

Félagsgjald fyrir árið 2018

Árgjaldið fyrir 2018 er 5.000 kr og leggist inná reikning félagsins sem er 0526-26-002065 og kt;650403-3630 gjalddagi er 1. apríl og eindagi 1. maí. Gætið þess að kennitala greiðanda komi fram ef greitt er í banka. Vinsamlega sendið kvittun á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Paris dagatal

August 2018
S M T W T F S
29 30 31 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 1
Paris.is á Facebook!